Fara í efni
Opið í Safnahúsi til kl. 20.00. Smásagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson verður lesin frá kl. 18.00. Sjálfboðaliðar lesa ásamt starfsfólki Safnahúss. Kaffi/te og smákökur. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.

Í nokkur ár hefur það tíðkast í Safnahúsi að lesa upp smásöguna Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson á aðventunni, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar frá Reykjum í Lundarreykjadal.  Sagan verður lesin frá kl. 18.00 til 20:00.  Sjálfboðaliðar lesa ásamt starfsfólki Safnahúss og hátíðarbókamerki hússins verður afhent þeim sem vilja.  Kaffi/te og smákökur, verið velkomin að njóta bókmenntastundar í annríki daganna.