Fara í efni
Hreinsunarátak í þéttbýli stendur yfir vikuna 17. -24. apríl þegar gámar fyrir gróðurúrgang, málma og timbur verða aðgengilegir íbúum á Bifröst, á Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri.
Hreinsunarátakið er aukin þjónusta við íbúa sem vilja snyrta í kringum sig og eru að sinna vorverkum á heimilum sínum.
Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar þar sem fjallað er um skyldur lóðarhafa að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka.
Íbúar er vinsamlegast beðnir að huga vel að flokkun í gámana og hafa samband við Gunnar hjá Íslenska Gámafélaginu í síma 840-5847 þegar þeir eru við það að fyllast.
Gámastöðin við Sólbakka er opin alla daga, sunnudag til föstudags milli kl. 14:00 og 18:00 og á laugardagsmorgnum milli kl. 10:00 og 14:00.