Útvarpsstöðin K100 verður í beinni útsendingu frá Borgarbyggð í dag. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar hófst stundvíslega kl. 06:00 í morgun og síðdegisþátturinn með Loga Bergmann og Sigga Gunnars hefst kl. 16:00.
Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar tók sæti í Loftslagsráði þann 18. september s.l. að beiðni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar var gestur í morgunþættinum Vikulokin á RÚV laugardaginn 19. október, þar sem farið var yfir helstu fréttir vikunnar.