Fara í efni

Allt skólahald í Borgarbyggð fellur niður á morgun 14. febrúar

Allt skólahald í Borgarbyggð fellur niður á morgun 14. febrúar

Allt skólahald í leikskólum og grunnskólum í Borgarbyggð fellur niður á morgun vegna óveðurs en Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Vesturland vegna óveðursins sem spáð er á morgun.

Einnig eru íbúar hvattir til þess að ganga vel frá sorptunnum áður en veðrið skellur á í nótt. Eins er mikilvægt að gengið sé frá sorpi í lokuðum pokum og að ekki séu skildir eftir stakir pokar við tunnurnar. 

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fara varlega, gæta að nærumhverfi sínu og athuga lausamuni áður en veðrið skellur á.