Fara í efni

Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi

Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson, kylfingur úr GKG vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í golfi núna um helgina en mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þess má einnig geta að Bjarki sló mótsmet með spilamennsku sinni.

Ekki er langt síðan Bjarki setti glæsilegt vallarmet í Borgarnesi á Opna Nettómótinu og því frábært að fylgja þeim árangri eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitil viku seinna.

Borgarbyggð óskar Bjarka innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.