Fara í efni

Félagsstarf aldraða opnar aftur mánudaginn 4. maí

Félagsstarf aldraða opnar aftur mánudaginn 4. maí

Félagsstarf aldraðra opnar aftur mánudaginn 4. maí 2020 frá kl. 13:00 – 16:00.

Hámarksfjöldi í hverju rými er 20 manns.

Gætt verður að handþvotti, sóttvörnum og tveggja metra fjarlægðartakmarkanir virtar.

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:

• Eru í sóttkví.
• Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
• Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
• Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Hádegismatur verður áfram sendur heim í maímánuði.