Fara í efni

Framkvæmdir hafnar við Þórólfsgötu

Framkvæmdir hafnar við Þórólfsgötu
Í dag hófust framkvæmdir við Þórólfsgötu og því má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla á svæðinu og öðru raski næstu daga. Eins og staðan er í dag verður gatan ekki lokuð fyrir bíla- og gangandi umferð.
 

Á myndinni hér til hliðar má sjá áhrifasvæðið og eru íbúar á þessu tiltekna svæði vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason og verkefnastjóri hjá Borgarbyggð er Ragnar Frank. Verktaki er Borgarverk.