Fara í efni

Græna tunnan - til athugunar

Græna tunnan - til athugunar

Íslenska Gámafélagið hefur verið að fá þó nokkuð magn af hlutum sem eiga ekki heima í endurvinnslu í flokkunarskemmuna. Þar má helst nefna gler og aðra oddhvassa hluti, einnig er algengt að finna þar sóttmengaðan úrgang frá heilbrigðisstofnunum s.s. vökvadreypi og nálar.

Það er mjög mikilvægt að þessi hlutir fari ekki í Grænu tunnu Íslenska Gámafélagsins vegna þess að endurvinnsluhráefnið er handflokkað. Beittir hlutir og sóttmengaðir geta skaðað starfsfólk að störfum.