Fara í efni

Hreinsunardagur á Hvanneyri

Hreinsunardagur á Hvanneyri

Laugardaginn 4. maí tóku íbúar á Hvanneyri sig til og hreinsuðu rusl á Hvanneyri. Um það bil 30 manns á öllum aldri mættu og var áhersla lögð á svæðið neðan við Ásveg, Halldórsfjós og gömlu skólabygginguna. Mikið safnaðist af rusli og að lokinni hreinsun var boðið upp á léttar veitingar í Skemmunni.

 

Almennt var mikil ánægja með verkefnið og þátttakendur lögðu glaðir sitt af mörkum til fegrunar umhverfisins.

 

Fréttaskot Umhverfis - og skipulagssviðs nr. 15