Fara í efni

Íbúafundur um verndarsvæðið í Andakíl

Íbúafundur um verndarsvæðið í Andakíl

Íbúafundur um verndarsvæðið í Andakíl miðvikudaginn 30. nóvember 2016 kl 20:00  í Ásgarði, húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands Umhverfisstofnun boðar til kynningar- og samráðsfundar um stjórnunar- og verndaráætlun  fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Á fundinum verður sagt frá gerð stjórnunar- og verndaráætlana almennt og áætlun fyrir verndarsvæðið í Andakíl sérstaklega en unnið er að gerð hennar um þessar mundir. Í kjölfarið verður leitað eftir hugmyndum fundarmanna um hvert skuli stefna og hvað þurfi að gera til að viðhalda verndargildi svæðisins og nýta það, til heilla fyrir íbúa. Tökum þátt í að móta stefnu fyrir verndarsvæðið í Andakíl. Allir velkomnir, heitt á könnunni! (mynd GJ.)