Fara í efni

Kraftmikil ungmenni í Vinnuskólanum

Kraftmikil ungmenni í Vinnuskólanum

Um 80 ungmenni á aldrinum 12 - 16 ára stunda störf í Vinnuskóla Borgarbyggðar í sumar undir stjórn flokkstjóra. Vinnuskólinn fór af stað í byrjun júní og lýkur í lok júlí. Flokkstjórarnir fengu fræðslu og stóðu að undirbúningi sumarsins fyrstu dagana til að vera sem best í stakk búin þegar ungmennin mættu til starfa. Starf Vinnuskólans er fjölbreytt og hafa helstu verkefni ungmenna verið að snyrta nærumhverfið og að taka þátt í störfum nokkurra stofnana Borgarbyggðar. Þau störfuðu einnig á viðburðum og hátíðum sem og í Sumarfjöri og öðlast þar með mikilvæga starfsreynslu. Starf Vinnuskólans hefur gengið vel í sumar og hefur verið í nógu að snúast í góða veðrinu.