Fara í efni

Liðsheild og hópvinna efld meðal starfsmanna íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð

Liðsheild og hópvinna efld meðal starfsmanna íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð

Starfsfólk íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar er í námi sem Kjölur- stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu hefur hannað í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt. Námslínan sem nefnist Þróttur er sérhönnuð fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja og samanstendur af fjölda styttri námskeiða. Markmið námsleiðarinnar er að efla starfsfólk íþróttamannvirkja í starfi, auka faglega þekkingu þess og þekkingu á verkferlum ásamt því að mæta auknum kröfum sem gerðar eru til þessa hóps hvað varðar móttöku ólíkra hópa viðskiptavina.

Fyrsta námskeiðið sem starfsfólkið tók þátt í heitir Liðsheild og hópvinna efld. Í því felst að:

  • Að átta sig á mikilvægi hópstarfs og virkni allra þátttakenda.
  • Að greina það hlutverk í hópstarfi sem er hverjum þátttakanda tamast.
  • Að styrkja liðsheildina.

Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun hélt námskeiðið og fjallaði um hópasamsetningu, hópahlutverk og hvernig auka megi samstarf. Fjallað var um mismunandi vinnupersónuleika og hvernig þeir starfa saman. Á námskeiðinu var lögð áhersla á að styrkja liðsheildina og fjallað var um samspil liðsheildar og hópvinnu. Unnin voru fjölbreytt verkefni sem reyndu á virka þátttöku og um leið greindu þátttakendur eigið hlutverk í hópi.

Almenn ánægja var með námskeiðið meðal starfsmanna sem telja það geta nýst í daglegu starfi.