Fara í efni

Líkamsræktarsalurinn í Borgarnesi opnar að nýju

Líkamsræktarsalurinn í Borgarnesi opnar að nýju

Frá og með 11. ágúst mun líkamsræktarsalurinn í Borgarnesi opna aftur fyrir viðskiptavini með takmörkunum.

Einungis 12 manns er hleypt inn í sal í einu og eru allir hvattir til þess að huga að smitvörnum, halda tveggja metra fjarlægð og sótthreinsa eftir sig. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að fara fyrst í afgreiðsluna þar sem þeir fá nánari upplýsingar. 

Þeir sem nýta sér líkamsræktarsalinn geta ekki nýtt sér klefa.

Aukið eftirlit verður meðal starfsmanna í líkamsræktarsalnum til þess að hægt sé að huga að smitvörnum og gæta þess að eftirfarandi reglum sé framfylgt. Þeir viðskiptavinir sem virða ekki eftirfarandi reglur verður vísað út samstundis.