Fara í efni

Öndvegisstyrkir uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Öndvegisstyrkir uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 20 m.kr. styrk. Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi eða menningu þess.

Ferli umsóknar verður með þeim hætti að skila þarf inn hugmyndalýsingu til stjórnar Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fyrir 26. júní n.k. Þar þarf að koma fram á 2-3 blaðsíðum, lýsing á hugmyndinni, gróf áætlun um atvinnusköpun, hversu mikla fjárfestingu sé um að ræða og áætlaða tímasetningu framkvæmda. Einnig þarf að koma fram hvernig verkefnið geti tengst markmiðum Sóknaráætlunar Vesturlands 2020-2024.

Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands mun velja úr allt að fjórar umsóknir og veita þeim styrk að upphæð 500 þús.kr. til að ljúka við gerð viðskiptaáætlunar. Skilafrestur viðskiptaáætlunar verður 15. ágúst n.k. og niðurstöður kynntar í september 2020.

Umsóknum skal skila inn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is fyrir 26. júní n.k.

Nánari upplýsingar veita:

  • Ólafur Sveinsson, fagstjóri atvinnuþróunar, olisv@ssv.is, 892-3208
  • Ólöf Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi, olof@ssv.is, 898-0247
  • Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi, helga@ssv.is, 895-6707
  • Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi, sigursteinn@ssv.is, 698-8503

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarverkefna. Þetta er hins vegar í annað skipti sem sjóðurinn úthlutar öndvegisstyrkjum sem alla jafna eru veglegir styrkir og þeir umsækjendur sem eru með áhugaverðustu hugmyndirnar fá tækifæri til þess að vinna þær lengra áður en kemur til endanlegrar úthlutunar