Fara í efni

Söfnun og förgun dýraleifa gengur vel

Söfnun og förgun dýraleifa gengur vel

Þann 1. febrúar s.l. var innleidd ný þjónusta við bændur og eigendur lögbýla í Borgarbyggð, söfnun og förgun dýraleifa.

Borgarbyggð er skylt að taka á móti öllum þeim úrgangi sem til fellur í sveitarfélaginu. Landeigendum er óheimilt að urða dýraleifar á jörðum sínum og var því komin krafa á útfærslu þessarar þjónustu, bæði frá bændum og eftirlitsaðilum.

Ákveðið var að prufukeyra tilraunaverkefni út árið 2020 sem felst í því að dýraleifar eru sóttar einu sinni í viku og þeim komið í förgun.

Eigendur búfjár greiða þjónustugjald sem á að standa undir þjónustunni og leggja inn beiðni með sólarhrings fyrirvara. Samið var við HSS verktak um verkefnið út árið. Verkefninu hefur verið vel tekið og verður fyrirkomulagið endurskoðað á haustdögum og línur lagðar fyrir áframhaldið.

Á mynd með fréttinni má sjá Halldór Sigurðsson framan við bíl sem keyptur var til að sinna þessu verkefni