Fara í efni

Svala Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Frístundar í Borgarnesi

Svala Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Frístundar í Borgarnesi

Svala Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Frístundar í Borgarnesi.

Svala er með BA próf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Svala hefur unnið sem yfirmaður Frístundar og einnig sem tómstundafræðingur hjá Grunnskóla Borgarfjarðar frá árinu 2018. Auk þess hefur hún verið að sinna lífsleiknikennslu á sama stað.

Svala starfaði áður í Félagsmiðstöðinni Óðali, hún hefur einnig unnið við viðburðastjórnun, með fötluðum og sinnt störfum sem tengjast stjórnun, starfsmannamálum, fjármálum og rekstri.

Alls bárust fimm umsóknir í starfið og er umsækjendunum þakkaður áhugi á starfinu.