Fara í efni

Úrgangur út fyrir lóðamörk

Úrgangur út fyrir lóðamörk

Af gefnu tilefni eru íbúar beðnir að henda ekki úrgangi sínum út fyrir lóðamörk, jafnt gróðurúrgangi sem öðrum úrgangi. Víða við strandlengjuna í Borgarnesi má sjá hauga af gróðurúrgangi sem spilla ásýnd svæðisins auk þess sem alls kyns illgresi getur dreift sér víða úr slíkum haugum. Rétta leiðin er að skila öllum þeim úrgangi, sem ekki má setja í tunnur við heimili, á gámastöðina við Sólbakka sem er opin alla daga vikunnar.

 

Mynd með fréttinni er af hópi fólks að hreinsa strandlengjuna við Borgarnes í vor.