Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

Íþróttamaður Borgarfjarðar er krýndur í lok árs. Íbúum gefst nú kostur á að tilnefna íþróttamenn sem þeim þykir hafa skarað fram úr á árinu 2020. Senda skal tilnefningar á netfangið umsb@umsb.is fyrir 18. desember.

Rafmagnslaust frá Deildartungu að Augastöðum 11. desember

Rafmagnslaust verður frá Deildartungu að Augastöðum 11.12.2020 frá kl 00:00 til kl 04:00 vegna vinnu við háspennudreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
Opnunartímar

Sundlaugar opna á ný

Sundlaugar opna aftur í dag samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum. Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Þetta þýðir auðvitað að eftir langt hlé verður loksins hægt að bjóða gesti aftur velkomna í sundlaugarnar í Borgarbyggð. Sundlaugin í Borgarnesi á hefðbundnum opnunartíma og sundlaugin á Kleppjárnsreykjum milli 19:00 og 22:00 á fimmtudagskvöldum og 13:00-18:00 á sunnudögum. Við hlökkum til að sjá ykkur
Umhverfið

Vinna hafin við gerð sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð

Í sumar fékk Borgnesingurinn Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, nemi við Háskólann í Groningen í Hollandi, styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna til að gera drög að sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð og í beinu framhaldi aðgerðaráætlun fyrir umræddu stefnu

Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði

Í gærmorgun mættu galvösk börn úr 1.bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi í Skallagrímsgarð til þess að kveikja á jólaljósunum á jólatrénu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að hafa hefðbundna aðventuhátíð í ár og því ákveðið hafa fámennan viðburð.