Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

6. fundur 28. október 2007 kl. 12:27 - 12:27 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 6 Dags : 28.10.2007
6.Fundur afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar.
Haldinn í Bakkakoti 28. október 2007 og hófst hann kl 21:30
 
Mættir voru: Kristján Axelsson, Ólafur Guðmundsson, Egill J Kristinsson og Þórir Finnsson.
Kristján sett fund og stjórnaði honum ,Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
  1. Fyrst var tekið fyrir leiðrétting á fjallskilaseðli .
Á fjallskilaseðli 2007 er fjárfjöldi hjá Sindra í Bakkakoti 27 kindum fleira en á að vera og lá fyrir fundinum staðfesting á því.
Samþykkt var að endurgreiða Sindra vegna þessara mistaka.
 
  1. Fjárhagsáætlun 2008
Niðurstöðutölur á gjald-og tekjuhlið 6.125.150 kr.
Kostnaðaráætlun fylgir sundurliðuð á sér blaði.
 
  1. Önnur mál
Samin umsókn um fjármagn til að byggja hesthús við leitarhús Þverhlíðinga að fjárhæð 3. milljónir kr.
Áætlaður byggingartími sumarið 2008.
Umsóknin verður send sveitastjórn Borgarbyggðar.
 
 
 
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 23:30
 
Þórir Finnsson
Ólafur Guðmundsson
Egill J Kristinsson
Kristján F Axelsson.