Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

14. fundur 22. júní 2001 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 14 Dags : 22.06.2001
Fundur var haldinn í stjórn Upprekstrarfélags Þverárréttar 22. júní 2001 og hófst hann kl. 21.30. Allir stjórnarmenn voru mættir til fundar sem haldinn var í Bakkakoti.
Formaður setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
Fyrsta mál á dagskránni var að formaður útskýrði ársreikning Upprekstrarfélagsins fyrir árið 2000, en það var álit stjórnar að hann væri skilmerkilegur og vel fram settur af formanninum.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 var lögð fram með niðurstöðutölum kr. 1.654.000 og var hún samþykkt athugasemdalaust.
Næst kom til umræðu upprekstur sauðfjár í afréttinn. Gróðurverndarnefnd Mýrasýslu fór þann 20. júní 2001 og skoðaði ástand gróðurs á Holtavörðuheiði og taldi það gott miðað við árstíma og ekki ástæða til að seinka upprekstri þess vegna. En stjórnin gerir ekki athugasemd við þó eitthvað af fé sé flutt 23. og 24. júní, enda hefur formaður rætt við Gróðurverndarnefnd og formann Bæjarráðs Borgarbyggðar, og gerði hvorugt athugasemdir við.
Í framhaldi af þessari afgreiðslu, var samþykkt að fara fram á fund með sveitarstjórnum Borgarbyggðar og Hvítársíðu fyrir næsta vor svo fá megi leyfi til að færa fram upprekstrartímann þegar árferði gefur tilefni til. Á þann fund mættu þeir, sem gætu frætt okkur um afréttarmál í sambandi við gæðastjórnun, mat á afréttinum og hvernig með verður farið.
Önnur mál:
Formaður ræddi ályktun sem samþykkt var á almennum fundi í samkomuhúsinu við Þverárrétt 10. maí sl. um jarðgöng undir veg no. 1 við Fornahvamm, en til stendur að girða báðum megin vegar frá Fornahvammi fram á heiði. Samþykkt að senda sveitarstjórnum Hvítársíðu og Borgarbyggðar ályktunina til umsagnar.
Formaður las upp bréf frá Þorvaldi Jónssyni Brekkukoti sem hann skrifaði 22. maí 2001 f.h. Fjallskilasjóðs Rauðsgilsréttar. Þar segir að tillaga hafi verið samþykkt á almennum fundi í Fjallskiladeild Rauðsgilsréttar um að segja upp samningi um leiguafnot af Lambatungum og fara fram á að varnargirðing verði færð á landamerki þegar hún verði girt upp.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1.20.

Þórir Finnsson Ragnheiður Ásmundardóttir
(sign) (sign)
Ólafur Guðmundsson Kristján F. Axelsson
(sign) (sign)