Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

10. fundur 15. júní 2009 kl. 21:15 - 21:15 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 10 Dags : 15.06.2009
10. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar var haldinn í Bakkakoti 15. júní 2009 og hófst
hann kl. 21:15.
 
Mættir voru : Kristján Axelsson, Ólafur Guðmundsson, Egill J. Kristinsson og Þórir
Finnsson. Einnig mætti Björg Gunnarsdóttir frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
Borgarbyggðar en hún er starfsmaður nefndarinnar.
 
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
1. Fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 4. júní 2009.
Kristján fór yfir alla liði fundargerðarinnar og kynnti í stórum dráttum fyrir
fundinum.
 
2. Smölun á heimalöndum
Björg sagði frá reynslu sinni og afskiptum af þeim málum.
 
3. Staða viðhalds á afréttargirðingu og upprekstrartími á afréttinn.
Viðhald afréttargirðingar er ekki lokið en stefnt er að ljúka því upp úr helginni og
hugsanlega verður hægt að fara með fé í afréttinn 23. júní, ef ekkert óvænt hamlar
því.
 
 
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 23:40
 
 
Þórir Finnsson
Ólafur Guðmundsson
Kristján F. Axelsson
Björg Gunnarsdóttir
Egill J. Kristinsson