Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

14. fundur 22. ágúst 2001 kl. 14:00 - 14:00 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 14 Dags : 22.08.2001
Fundur afréttarnefndar Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri var haldinn í Bakkakoti 22. ágúst 2001 og hófst hann kl. 14.00.
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Kristján Axelsson
Þórir Finnsson
Ragnheiður Ásmundardóttir
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
Aðalmál fundarins var niðurjöfnun fjallskila, en í upphafi fundar las Kristján upp og útskýrði fundargerð frá fundi sem formenn afréttanefnda í Borgarbyggð héldu í Borgarnesi 17. ágúst s.l.
Fjallskilum er jafnað niður á fjártölu sem er 7481 kind samkv. talningu s.l. vor. Heildarfjallskilakostnaður er 1.945.060 kr. sem gera 260 kr. á kind. Afréttanefnd samþykkti að fjallskilagjöld yrðu innheimt af bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og er gjaldagi 1. nóvember en eindagi 20. nóvember.
Leitir.
Farið verður í fyrstu leit föstudaginn 14. september. Farið verður í aðra leit föstudaginn 21. september. Þriðju leit skal gera föstudaginn 28. sept. og laugardaginn 29. sept. Þó er heimild til tilfærslu á leitardögum þriðju leitar, samkv. fjallskilasamþykkt Mýrasýslu.
Fjallskóngar þriðju leitar taki ákvörðun um breytingu, ef þurfa þykir. Menn sem fara inn í Dali, verða frá eftirtöldum bæjum: Bakkakoti, Hamraendum, Hjarðarholti og Steinum. Sindri í Bakkakoti fari fyrir þessum hópi á laugardeginum.
Fjallkóngar í Tungnamannaleitum verða:
1. leit Kristján Axelsson, Bakkakoti
2. leit Jóhann Oddsson, Steinum
3. leit Trausti Magnússon, Hamraendum
Fjallkóngar í Þverhlíðingaleitum verða:
1. leit Einar Örnólfsson, Sigmundarstöðum
2. leit Grétar Reynisson, Höll
3. leit Eysteinn Bergþórsson, Höfða
Leitin er metin á kr: 18.000
Laugardagsleit er metin á - 9.000
Brekkurétt er metin á - 6.000
Nesmelsrétt er metin á - 6.000
Vökumaður er metinn á - 6.000
Dráttarvél er metin á - 12.000
Fyrsta Þverárrétt verður mánudaginn 17. sept. og hefst kl. 7.
Önnur Þverárrétt verður mánudaginn 24. sept. og hefst kl. 10.
Þriðja Þverárrétt verður mánudaginn 1. okt. og hefst kl. 10.
Menn smali heimalönd fyrir þriðju rétt og færi óskilafé þangað. Hestagirðingin við réttina verður fjárheld og því til afnota fyrir óskilafé.
Minnt er á 21. gr. fjallskilasamþykktar Mýrasýslu um smölun heimalanda, en þar segir m.a.: "Vanræki einhver slíka smölun er hreppsnefnd heimilt að láta smala landið á kostnað þess, sem á að gera það."
Fleira ekki gert og
fundi slitið kl. 19.00.
Þórir Finnsson
fundarritari.