Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

13. fundur 09. júní 2010 kl. 21:45 - 21:45 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 13 Dags : 09.06.2010
13. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar var haldinn í Bakkakoti 9. júní 2010 og hófst hann kl.21:45.
Mættir voru: Kristján Axelsson
Ólafur Guðmundsson
Egill Kristinsson
Þórir Finnsson
 
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá.
1. Fyrst var rætt bréf varðandi Krók í Norðurárdaldags.18.02.2010. Þetta bréf er frá lögfræðiskrifstofunni Lögmenn Hafnarfirði þar sem tilkynnt er bann við upprekstri sauðfjár og beit sauðfjár á jörðinni Króki í Norðurárdal framan fjallgirðingu. Allir fundarmenn fengu eintak af bréfi þessu, einnig Páll Brynjarsson sveitarstjóri.
Staðreyndin er sú að Brynjólfur Bjarnason bóndi í Króki seldi Upprekstrarfélagi Þverárréttar hluta jarðarinnar Króks, sem þá var afréttarmegin við afréttargirðingu Upprekstrarfélagsins.
Fyrir kaupin hafði þessi hluti jarðarinnar verið nýttur sem afréttur, svo hefur verið óbreytt síðan.
Kaupverð var innt af hendi í samræmi við kaupsamninginn. Hins vegar mun kaupsamningnum ekki hafa verið þinglýst.
Þessi gjörningur var unninn 26.maí 1924.
Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar var falið að vinna í þessu máli og hefur hún þegar sent Lögmönnum Hafnarfirði greinargott bréf og útskýrt málavexti.
 
2. Lagt var fram bréf frá Agnari Þór Magnússyni og Birnu Tryggvadóttur í Staðarhúsum í Borgarhreppi.
Erindi þessa bréfs er formleg umsókn til afréttarnefndar um leyfi til að sleppa fénu á afrétt Þverárréttar eins og hefur verið gert undanfarin vor og féð því hagvant þar.
Afréttarnefndin gerir ekki athugasemdir við að féð í Staðarhúsum verði flutt á Holtavörðuheiði.
 
3. Viðhald girðinga 2010.
Farið verður með afréttargirðingunni innan fárra daga og ástand hennar kannað.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.23:45.
 
Þórir Finnsson
Ólafur Guðmundsson
Kristján F. Axelsson
Egill Kristinsson