Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

14. fundur 21. júlí 2010 kl. 22:00 - 22:00 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 14 Dags : 21.07.2010
14. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar var haldinn á Hóli 21. júlí 2010 og hófst hann kl.22:00.
Sveitarstjórn kaus eftirtalda aðalmenn í afréttarnefnd:
 
Kristján Axelsson Bakkakoti
Ólafur Guðmundsson Sámsstöðum
Egill Kristinsson Örnólfsdal
Þórir Finnsson Hóli
sem voru allir mættir til fyrsta fundar á Hóli.
 
Varamenn: Sindri Sigurgeirsson Bakkakoti
Guðrún Sigurjónsdóttir Glitstöðum
Magnús Skúlason Norðtungu
Þuríður Guðmundsdóttir Sámsstöðum
 
Þórir Finnsson boðaði til fyrsta fundar sem aldursforseti nefndarinnar og stjórnaði kosningu formanns.
Kristján Axelsson var kosinn formaður og tók hann við stjórn fundarins.
Varaformaður var kosinn Ólafur Guðmundsson
Ritari var kosinn Þórir Finnsson
 
Önnur mál á dagskrá voru:
 
1. Rætt um tilfærslur á dilkaskipan í Þverárrétt.
 
2. Formaður lagði fram breytingu á leitun til Þverárréttar og aðrir nefndarmenn voru henni samþykkir. Breytingin hljóðar þannig:
Afréttarnefnd Þverárréttar samþykkir að leitir og réttir til Þverárréttar verði miðaðar við vikutal sumars:
- Að fyrsta leit verði föstudag og laugardag og fyrsta Þverárrétt sunnudag í 21. viku sumars.
- Að önnur leit verði laugardag og sunnudag og önnur Þverárrétt mánudag í 22. viku sumars.
- Að þriðja leit verði laugardag og sunnudag og þriðja Þverárrétt mánudag í 24. viku sumars.
Þetta eru breytingar á 20. og 32. grein fjallskilasamþykktar Mýrasýslu með stoð í 22. grein sömu samþykktar.
Miðað er við að breytingar þessar komi til framkvæmda í haust 2010.
 
3. Afréttarnefnd Þverárréttar samþykkir að upprekstrartími á afréttinn verði frá og með 25. júní ár hvert út nýbyrjað kjörtímabil þ.e. til og með ársins 2014.
Gefist tilefni til breytinga á framangreindri tímasetningu t.d. vegna gróðurfars, viðhalds girðinga eða annarra þátta tekur afréttarnefndin afstöðu til þess og sendir út tilkynningu um breyttan upprekstrartíma.
 
Fundargerð samþykkt , fundi slitið kl. 00,15.