Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

16. fundur 25. ágúst 2010 kl. 13:30 - 13:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 16 Dags : 25.08.2010
16. fundur Afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar var haldinn í Bakkakoti
25. ágúst 2010 og hófst hann kl. 13,30
Mættir voru:
Kristján Axelsson
Ólafur Guðmundsson
Egill J. Kristinsson
Þórir Finnsson
 
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
  1. Erindisbréf Afréttarnefndar Þverárréttar.
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir afréttarnefnd Þverárréttar. Nefndin kom sér saman um að skoða drögin í rólegheitum, hver fyrir sig og afgreiða þau á næsta fundi.
 
  1. Fundargerð Fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
Formaður kynnti fundargerðina í stórum dráttum fyrir nefndinni.
 
  1. Niðurjöfnun fjallskila.
Samþykkt að gera breytingar fjallskilum:
  1. að fara í 1. leit til Stafholtstungna á fimmtudegi og leita Snjófjöll á föstudegi og reka suður fyrir veg og sleppa laugardagsmönnum í fyrstu leit, - í leitina fara því 20 menn.
Óverulegar breytingar hjá Þverhlíðingum og Hvítsíðingum.
  1. Mat á dagsverki hækkar úr 7.000 kr í 8.000 kr.
  2. Breytingar voru gerðar á dilkaskipan í Þverárrétt og fylgja fjallskilaseðlum.
 
Fjallskilum er jafnað niður á fjártölu, sem er samtals 9.737 kindur samkvæmt vortalningu.
Heildarfjallskilakostnaður er kr. 3.427.424 sem gerir 352 kr pr. kind. Fjallskilagjöld verða innheimt af bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. nóvember en eindagi 20. nóvember.
 
Leitir:
Farið verður í fyrstu Stafholtstungnaleit fimmtudaginn 16. september en það er breyting frá undanförnum árum. Sú leit lengist því um einn dag.
Farið verður í fyrstu leit til Þverhlíðinga og Hvítsíðinga föstudaginn 17. september. Farið verður í aðra leit föstudaginn 24. september. Þriðju leit skal gera föstudaginn 1. október og laugardaginn 2. október. Þó er heimild til tilfærslu á leitardögum þriðju leitar samkvæmt fjallskilasamþykkt Mýrasýslu. Fjallkóngar þriðju leitar taki ákvörðun um breytingu ef þurfa þykir.
Áríðandi er að leitarmenn séu vel útbúnir í hlýjum og vatnsheldum fatnaði í skærum litum.
 
Fjallkóngar í Tungnamannaleitum eru:
1. leit Kristján Axelsson Bakkakoti
2. leit Jóhann Oddsson Steinum
3. leit Trausti Magnússon Hamraendum
 
Fjallkóngar í Þverhlíðingaleitum eru:
1. leit Einar B. Örnólfsson Sigmundarstöðum
2. leit Grétar Þ. Reynisson Höll
3. leit Grétar Þ. Reynisson Höll
 
Fjallkóngar í Hvítsíðingaleitum eru:
Heiðarleit:
1. leit Þorbjörn Oddsson Háafelli
2. leit Guðjón Kjartansson Síðumúlaveggjum
3. leit Sigurður Gunnarsson Bjarnastöðum
Síðufjallsleit:
1. leit Ólafur Guðmundsson Sámsstöðum
2. leit Ásgeir Ásgeirsson Þorgautsstöðum
 
Fyrsta Stafholtstungnarétt er metin á kr. 32.000
Fyrsta leit Þverhlíðinga og Hvítsíðinga er metin á kr. 24.000
Önnur leit hjá öllum er metin á kr. 24.000
Þriðja leit til Stafholtstungna og Þverhlíðinga er metin á kr. 19.200
Þriðja leit Hvítsíðinga er metin á kr. 24.000
Laugardagsleit er metin á kr. 9.600
Brekkurétt er metin á kr. 8.000
Nesmelsrétt er metin á kr. 8.000
Vökumaður er metinn á kr. 8.000
Dráttarvél með manni er metin á kr. 28.000 pr. leit.
Dráttarvél með manni í 3. leit til Þverhlíðinga er metin á kr. 24.000
 
Réttir:
Fyrsta Þverárrétt verður mánudaginn 20. september og hefst kl. 07,oo
Önnur Þverárrétt verður mánudaginn 27. september og hefst kl. 10,oo
Þriðja Þverárrétt verður mánudaginn 04. október og hefst kl. 10,oo
Nesmelsrétt verður laugardaginn 11. september um miðjan dag.
 
Dilkaskipan í Þverárrétt fylgir með fjallskilaseðlum.
 
Fjáreigendur eru hvattir til að benda gestum sínum á að leggja bifreiðum á melinn vestan við samkomuhúsið á réttardaginn. Það myndi auðvelda aðgengi við fjárflutninga úr réttinni.
 
Landeigendur og/eða umráðamenn jarða smali heimalönd fyrir þriðju rétt og færi óskilafé þangað.
Hestagirðingin verður fjárheld og því til afnota fyrir óskilafé.
Skýringar á skammstöfunum á fjallskilaseðlum:
2.L.Lau: Menn, sem fara til Tungnamanna 25. september og smala þann dag.
Hvs: Menn, sem fara til Hvítsíðinga.
Þvh: Menn, sem fara til Þverhlíðinga.
 
Fleira var ekki tekið fyrir, en þess skal að lokum getið að Sindri og Kristín í Bakkakoti veittu okkur ómetanlega aðstoð eins og tvö síðastliðin ár með því að vinna niðurjöfnun að mestu leyti á tölvu.
 
Fundi slitið kl. 17,30
Þórir Finnsson