Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

17. fundur 06. desember 2010 kl. 13:14 - 13:14 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 17 Dags : 06.12.2010
17.fundur Afréttarnefndar Þverárréttar var haldinn í Bakkakoti
17.nóvember og hófst hann kl 21.30.
 
Mættir voru: Kristján Axelsson
Ólafur Guðmundsson
Egill Kristinsson
Þórir Finnsson.
 
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá : 1. Erindisbréf
2. Kostnaðaráætlun 2011
3. Önnur mál.
 
1. Erindisbréf afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar
Drög að erindisbréfi fyrir afréttarnefndina lágu fyrir fundinum þau voru nú yfirfarin lið fyrir lið og lagfært það sem betur mátti fara að dómi nefndarinnar og verður erindisbréfið fært til bókar aftan við þessa fundargerð.
 
2. Kostnaðaráætlun 2011
Niðurstöðutölur á tekju-og gjaldahlið 4,380,000.- kr.
Kostnaðaráætlun fylgir sundurliðuð á sérblaði.
 
3. Önnur mál
Nefndin var sammála um að senda frá sér svo hljóðandi ályktun til sveitarstjórnar Borgarbyggðar:
 
Ályktun
Afréttarnefnd Þverárréttar átelur harðlega niðurskurð Borgarbyggðar á fjárveitingum til refa-og minkaveiða.
Því skorar nefndin á sveitastjórn að hún sjái sóma sinn í því að auka rausnarlega fjárveitingar til þessa málflokks strax á næsta ári, svo hægt verði að sinna grenjaleitum á sama hátt og var fyrir nokkrum árum og þar með fækkun þessa vágests svo fé geti verið óáreitt í högum og fuglasöngur fylli loftið á ný.
 
Greinagerð.
Síðust vikur hefur borið mikið á dýrbít í uppsveitum Borgarfjarðar ,svo það er vitað að allmargir dýrbítar ganga lausir. Bæði lömb og fullorðið fé hefur fundist dautt eða hálfdautt svo þurft hefur að aflífa það og alveg ljóst að þessum atgangi heldur áfram ef ekkert er að gert. Slíkt er með öllu óþolandi enda þversögn við umhverfisvernd , sem vill væntanlega stemma stigum við aðsteðjandi vanda , ef hún á ekki á kafna undir nafni.
Fleira ekki gert og fundi slitið um miðnætti.
 
Þórir Finnsson
Egill Kristinsson
Kristján Axelsson
Ólafur Guðmundsson