Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

19. fundur 14. júní 2011 kl. 21:00 - 21:00 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 19 Dags : 14.06.2011
19.fundur Afréttarnefndar Þverárréttar var haldinn í Bakkakoti 14. júní 2011 og hófst hann kl 21.
 
Mættir voru: Kristján Axelsson ,Ólafur Guðmundsson , Egill Kristinsson og Þórir Finnsson.
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
1. Hesthús v/ Þverhlíðingafjallhúss.
Afréttarnefndin harmar að ekki var tekið mark á þeirri þriggja ára fjárhagsáætlun,sem sveitarstjórn gerði árið 2007 vegna byggingar hesthús við leitarskála Þverhlíðinga en sá tími er nú útrunninn. Nefndin telur algert glapræði að sóa fjármunum til þess að gera við þá kofa sem fyrir eru því þeir eru nánast ónýtir. Samkvæmt 34. grein fjallskilasamþykktar Mýrasýslu frá 4. september 1992 skulu sveitarstjórnir annast um byggingar leitarmannaskála og hús fyrir leitarhesta, eins vistlega og rúmmgóða og þörf er talin fyrir. Nefndin bendir á að þau bogahýsi, sem fyrirhugað er að kaupa fást á góðu verði og eru miklar líkur á að ofangreind áætlun standist og er því skorað á sveitarstjórn að endurskoða ákvörðun sýna og útvega fjármagn til verksins svo hægt verði að byggja hesthúsið fyrir næstu leitir. Formanni er falið að fylgja málinu eftir.
 
2. Breytingar á dagsetningu v.upprekstrartíma.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt.
Afréttarnefnd Þverárréttar hefur á fundi sínum þann 14. júní 2011 samþykkt að upprekstur í afréttinn færist aftur til 1. júlí 2011 vegna gróðurleysis og snjóþyngsla. Verði ástæða til að breyta frá þessari dagsetningu verður það tilkynnt.
 
3. Sleppihólf.
Ákveðið að endurnýja sleppihólf á Hellistungum áður en keyrt verður í afréttinn í sumar.
 
4. Girðingarviðhald.
Viðhald girðinga verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
 
5. Önnur mál.
Rætt var um tjón sem hundar hafa valdið í nágrenninu svo samnin var svohljóðandi ályktun.
Að gefnu tilefni beinir afréttarnefnd því til hundaeiganda að hafa eftirlit með hundum sínum og bendir á að þeir hundar er valda tjóni á búfé eru réttdræpir.
 
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 24:00
Þórir Finnsson, Kristján F. Axelsson, Ólafur Guðmundsson, Egill J Kristinsson.
Fundargerðin verður send til allra á svæði afréttarnefndar Þverárréttar.