Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

20. fundur 28. ágúst 2011 kl. 13:30 - 13:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 20 Dags : 28.08.2011
20. fundur afrétttarnefndar Þverárréttar var haldinn í Bakkakoti 28. ágúst 2011 og hófst kl 13:30
 
Mættir voru: Kristján Axelsson, Ólafur Guðmundsson, Egill J Kristinsson og Þórir Finnsson.
Kristján setti fund og stjórnaði honum, Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá.
 
1. 9. fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
Kristján greindi frá fundi sem haldinn var í fjallskilanefndinni 25. ágúst s.l og útskýrði fundargerð sem fylgdi fundargögnum og nefndarmenn höfðu til skoðunar.
 
2. Niðurjöfnun fjallskila.
Þegar hér er komið fundi var Sindri í Bakkakoti mættur með tölvuna og veitti ómetanlega aðstoð við niðurjöfnunina eins og þrjú síðastliðin ár.
Fjallskilum er jafnað niður á fjártölu, sem er samtals 10.079 kindur samkvæmt vortalningu.
Heildarfjallskilakostnaður er kr. 3.628.080,- sem gerir 360 kr. á kind. Fjallskilagjöld verða innheimt af bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. nóvember og eindagi 20. nóvember.
Leitir:
Farið verður í fyrstu Stafholtstungnaleit fimmtudaginn 15. september.
Farið verður í fyrstu leit Þverhlíðinga og Hvítsíðinga föstudaginn 16. september.
Farið verður í aðra leit föstudaginn 23. september.
Þriðju leit skal gera föstudaginn 30. september og laugardaginn 1. október, þó er heimild til tilfærslu á leitardögum þriðju leitar samkvæmt fjallskilasamþykkt Mýrasýslu. Fjallkóngar þriðju leitar taki ákvörðun um breytingu, ef þurfa þykir.
Áríðandi er að leitarmenn séu vel útbúnir í hlýjum og vatnsheldum fatnaði í skærum litum.
Fjallkóngar í Tungnamannaleitum eru:
1. leit Kristján Axelsson Bakkakoti
2. leit Jóhann Oddsson Steinum
3. leit Ttrausti Magnússon Hamraendum.
Fjallkóngar í Þverhlíðingaleitum eru:
1. leit Einar G. Örnólfsson Sigmundarstöðum
2. leit Grétar Reynisson Höll
3. leit Grétar Reynisson Höll.
Fjallkóngar í Hvítsíðingaleitum eru:
1.leit heiðarleit Þorbjörn Oddsson Háafelli
2. leit Guðjón Kjartansson Síðumúlaveggjum
3. leit Sigurður Gunnarsson Bjarnastöðum
Síðufjallsleit:
1.leit Guðmundur Ólafsson Sámsstöðum
2.leit Ásgeir Ásgeirsson Þorgautsstöðum.
 
Fyrsta Stafholtstungnaleit er metin á kr. 32.000.-
Fyrsta leit Þverhlíðinga og Hvítsíðinga er metin á kr. 24.000.-
Önnur leit hjá öllum er metin á kr. 24,000.-
Þriðja leit til Stafholtstungna og Þverhlíðinga er metin á kr. 19.200.-
Þriðja leit Hvítsíðinga er metin á kr. 24.000.-
Síðufjallsleit er metin á kr. 9.600.-
Laugardagsleit er metin á kr. 9.600.-
Sunnudagsleit til Hvítsíðinga er metin á kr. 9.600.-
Réttarstjórn í Þverárrétt er metin á kr. 9.600.- x 3
Vökumaður er metin á kr. 9.600.-
Fyrirstaða er metin á kr.8.000.-
Brekkurétt er metin á kr. 8.000.-
Nesmelsrétt er meti á kr. 8.000.-
Dráttarvél með manni er metin á kr. 28.000.- pr leit.
Dráttarvél með manni í 3. leit Þverhlíðinga er metin á kr. 24.000.-
Réttir :
Fyrsta Þverárrétt verður mánudaginn 19. september og hefst kl 7:00
Önnur Þverárrétt verður mánudaginn 26. september og hefst kl 10:00
Þriðja Þverárrétt verður mánudaginn 3. október og hefst kl 10:00
Nesmelsrétt verður laugardaginn 10. september um miðjan dag.
 
Fjáreigendur eru hvattir til að benda gestum sínum á að leggja bifreiðum á melnum vestan við samkomuhúsið á réttardaginn. Það myndi auðvelda aðgengi við fjárflutninga úr réttini.
 
Landeigendur og /eða umráðamenn jarða samli heimalönd fyrir þriðju rétt og færi óskilafé þangað. Hestagirðingin verður fjárheld og því til afnota fyrir óskilafé.
 
Skýringar á skammstöfunum á fjallskilaseðlum.
2.L.LauMenn, sem fara til Tungnamanna laugardaginn 24. september og smala þann dag.
H.v.s. Menn, sem fara til Hvítsíðinga.
Þvh. Menn, sem fara til Þverhlíðinga
Sun. Menn, sem fara til Hvítsíðinga á sunnudegi í fyrstu leit.
 
Önnur mál.
1. Endurnýja þarf hólfið við fjallgirðinguna fyrir innan Örnólfsdal en það er mjög lélegt.
2. Rætt um vatnsmál í Gilsbakkaseli.
Sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur veitt heimild til lagfæringar á vatnslögn að fjallhúsi Hvítsíðinga. Búið er að kaupa 400 m slöngu en eftir að koma henni fyrir . Málið sett í biðstöðu.
 
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:00
Þórir Finnsson.