Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

21. fundur 13. nóvember 2011 kl. 21:15 - 21:15 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 21 Dags : 13.11.2011
21. fundur afréttarnefndar þverárréttar var haldinn í Bakkakoti 13. Nóvember 2011
og hófst hann kl 21:15.
 
 
Mættir voru: Kristján Axelsson
Ólafur Guðmundsson
Egill J Kristinsson
Þórir Finnson
Kristján stjórnaði fundi. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá .
 
Fjárhagsáætlun 2012.
 
Gerð kostnaðaráætlun fyrir árið 2012.
Niðurstöðutölur á tekju-og gjaldahlið 4.864.000.-kr.
Kostnaðaráætlun fylgir sundurliðuð á sér blaði.
Meðfylgjandi landverð 2011 vegna fjallskilasjóðs Þverárréttar grandskoðað og bent á augljósar rangfærslur. Og samin svohljóðandi álygtun.
 
Afréttarnefnd Þverárréttar mótmælir álagningu fasteignaskatts á afréttarlönd og sér í lagi því ósamræmis , sem er á milli afréttalanda í sveitarfélaginu , því gerir nefndin ekki ráð fyrir útgjaldalið fyrir þessum skatti.
 
 
Önnur mál.
 
Afréttarnefnd Þverárréttar leggur áherslu á að nú verði staðið við þriggja ára fjárhagsáætlun sem sveitarstjórn gerði árið 2007 um byggingu hesthúss við fjallhús Þverhlíðinga. Og skorar á sveitarstjórn að finna lausn á þessu máli.
 
 
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
 
Þórir Finnsson
Egill J. Kristinsson
Ólafur Guðmundsson
Kristján Axelsson