Afréttarnefnd Þverárréttar
Dagskrá
1.Dómur vegna Króks
1310088
Í upphafi fundar greindi formaður frá því að dómur væri fallinn hjá Héraðsdómi Vesturlands í deilu sem staðið hefur á milli eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal og Borgarbyggðar, sveitarfélaginu í vil.
2.Fjárhagsáætlun 2014
1310089
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé grundvöllur að gera fjárhagsáætlun að svo stöddu, því margt er torskilið í meðfylgjandi gögnum og urðu menn sammála um að fara þess á leit við starfmenn Borgarbyggðar á fjármálasviði að koma á fund með afréttarnefndinni og útskýra ýmsa liði í þessum plöggum og var formanni falið að óska eftir fundi eins fljótt og auðið er.
3.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
1310090
Magnús Skúlason spurði hvað liði endurskoðun fjallskilassamþykktar. Hann vill breyta tilhögun þriðju leitar, jafnvel leggja hana niður en fjölga mönnum í annarri leit.
Formaður sagði að endurskoðun fjallskilasamþykktar væri lokið og er hún hjá sveitarstjórn, en skiptar skoðanir eru um að leggja niður þriðju leit.
Formaður sagði að endurskoðun fjallskilasamþykktar væri lokið og er hún hjá sveitarstjórn, en skiptar skoðanir eru um að leggja niður þriðju leit.
Fundi slitið - kl. 23:15.