Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

32. fundur 17. desember 2013 kl. 21:15 - 00:30 að Bakkakoti
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson formaður
  • Ólafur Guðmundsson
  • Egill J. Kristinsson
  • Þórir Finnsson
Fundargerð ritaði: Þórir Finnsson
Dagskrá

1.Minnisblað frá fundi um rekstur fjallskilasjóða

1312003

Lagt fram minnisblað frá fundi um rekstur fjallskilasjóða í Borgarbyggð, sem haldinn var í Ráðhúsi Borgarbyggðar 21. nóvember 2013.
Fjallskilasjóðirnir skulda sveitarfélaginu nú 37 milljónir.

2.Leigusamningur

1401014

Lögð fram drög að leigusamningi á milli Borgarbyggðar og Sámsstaða í Hvítársíðu um það land Sámsstaða er liggur norðan afréttargirðingar á Síðufjalli eins og hún liggur nú og norður að Kjarará.

Samningur þessi tekur við af leigusamningi frá 31. janúar 1960, sem þá var gerður á milli Upprekstrarfélags Þverárréttar annars vegar og Gilsbakka, Sámsstaða og Síðumúla hins vegar.

Sambærilegir samningar verði gerðir við Síðumúla í Hvítársíðu og Kvía í Þverárhlíð. Afréttarnefndin leggur til að gengið verði frá þessum samningum eins fljótt og auðið er.

3.Kostnaðaráætlun 2014

1401015

Niðurstöðutölur á tekju- og gjaldalið 4.300.000 kr. Kostnaðaráætlunin fylgir með á sér blaði.

4.Önnur mál

1401016

Áhugi hjá nefndinni að bjóða út viðhald afréttagirðinganna næsta vor og vísa til starfsmanna Borgarbyggðar að vinna að útboði.

Fundi slitið - kl. 00:30.