Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

33. fundur 07. apríl 2014 kl. 14:00 - 15:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson formaður
  • Ólafur Guðmundsson
  • Egill J. Kristinsson
  • Þórir Finnsson
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Björg Gunnarsdóttir Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjármál afréttarnefndar Þveráruppreksturs

1404031

Lagt fram yfirlit yfir niðurstöðu fjárhagsreikninga fjallskilasjóðs Þverárréttar fyrir árið 2013.
Nefndin telur ástæðu til að endurskoða fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

2.Afréttarmál

1403071

Lagt fram bréf, dagsett 13. mars 2014, frá Jóhannesi Jóhannessyni.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að Jóhannes færi sig í annan afrétt ef samningar nást milli hans og fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals.

3.Dómur vegna Króks

1310088

Lagður fram hæstaréttardómur, dagsettur 3. apríl 2014, vegna Krókslands innan afréttargirðingar.
Stefnt að fundi fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 13 með Páli S. Brynjarssyni og Inga Tryggvasyni. Ef sá tími gengur ekki fyrir alla þá er að reyna mánudaginn 14. apríl 2014.

4.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.

1310090

a) Nefndin stefnir að því að hafa almennan fund með fjár- og landeigendum á svæðinu til að ræða mál sem varða afréttarnefndina í lok apríl.

Fundi slitið - kl. 15:30.