Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

34. fundur 10. apríl 2014 kl. 13:00 - 14:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson formaður
  • Ólafur Guðmundsson
  • Egill J. Kristinsson
  • Þórir Finnsson
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Björg Gunnarsdóttir Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Dagskrá

1.Dómur vegna Króks

1310088

Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 3. apríl 2014
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason lögfræðingur til viðræðna um dóm Hæstaréttar þar sem segir í niðurstöðu ,,Viðurkennt er að sá hluti jarðarinnar Króks í Borgarbyggð landnúmer 134817, sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til, sé eign áfrýjanda, Gunnars Jónssonar".

Ingi fór yfir hvernig hann metur stöðuna varðandi dóminn. Það er ljóst að landið var keypt á sínum tíma en því var bara ekki þinglýst. Páll lagði til að Inga yrði falið að kanna hvort fjárbændur hafi ekki áfram rekstrarrétt í gegnum þessi lönd eftir þennan dóm auk þess að kanna lagaramman varðandi beitarrétt á svæðinu þar sem hefðaréttur hafi væntanlega myndast á þessum 90 árum. Auk þess lagði hann til að rætt yrði við Gunnar Jónsson í Króki og freysta þess að lenda samningi áður en farið er að huga að því, ef til þess kæmi, að leita réttar fyrri dómi.

Málinu var vísað til næsta byggðarráðsfundar.

Ingi og Páll yfirgáfu fundinn kl. 13:55.

2.Fjármál afréttarnefndar Þverárréttar

1404031

Nefndin fór í gegnum reikninga sem borist höfðu á árinu 2013 og yfirlit vegna skulda fjallskilasjóðs Þverárréttar.
Nefndin ákvað að vinna í því að samræma hvaða verk mætti senda reikning fyrir og hver ekki og vera komin með tillögu að því fyrir íbúafundinn sem haldinn verður bráðlega.

Fundi slitið - kl. 14:30.