Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

35. fundur 16. júlí 2014 kl. 13:00 - 13:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Björg Gunnarsdóttir Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning í störf afréttarnefnar Þvaráruppreksturs

1407049

Aldursforsetinn Kristján F. Axelsson setti fundinn.
Lagt var til að Krisján yrði formaður og það var samþykkt.
Einar var kosinn ritari.
Þuríður var kosin varaformaður.
Egill var kosinn meðstjórnandi.

Kristján þakkaði fráfarandi nefndarmönnum, þeim Ólafi Guðmundssyni og Þóri Finnssyni, fyrir störf sín fyrir nefndina.

2.Króksland í Norðurárdal

1407013

Kristján kynnti fyrir nýjum nefndarmönnum stöðu mála varðandi Króksland.

3.Fjártölur fyrir fjallskilasjóð Þverárréttar

1407051

Nefndin ræddi hvernig leysa ætti misræmi á milli raunverulegs fjárfjölda og þess sem fram kemur í fjártölum frá Matvælastofnun. Samþykkt að senda fjáreigendum bréf með áætlun og óska eftir leiðréttingu á fjárfjölda ef þess þarf.

4.Fjárhagsáætlun 2014 fyrir Þverárupprekstur

1407050

Lögð fram fjárhagsáætlun 2014 og fjárhagsstaða 16. júlí 2014.
Rætt um fjárhagsáætlun fjallskilasjóðsins og farið í gegnum hvern lið fyrir sig.
Samþykkt að nefndarmenn velti fyrir sér kostnaðarliðunum og hvað breytingar megi gera til að halda fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 13:00.