Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

38. fundur 08. október 2014 kl. 09:00 - 09:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson formaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá

1.Króksland í Norðurárdal

1407013

Boðað var til fundar til að kynna nefndinni stöðu mála varðandi Króksland og var Ingi Tryggvason lögfræðingur fenginn til þess.
Ingi reifaði gang málsins og sagði frá því að farið hafi verið í göngutúra til að skoða landið og girðingastæði. Hann segir frá því að krafa Gunnars sé að landið verði girt af á merkjum og reynt hafi verið að semja um millileiðir enn ekki gengið.Kristján velti fyrir sér hvort ekki sé hefð fyrir nýtingu landsins og rekstri þar um og hvort hugsanlega sé hægt að fara í mál á þeim forsendum.Ingi telur að það sé mögulegt en nefndin verði að taka ákvörðun um hvað eigi að gera í þessu máli.Eftir umræður og góðar skýringar er Inga þakkað fyrir og hann yfirgefur fundinn 09:45.Nefndin ræðir málið og telur einsýnt að eitthvað verði að gera til að fá niðurstöðu í þessa deilu.Bókun nefndar um framhald KróksmálsAfréttarnefnd Þverárréttar vill bjóða Gunnari bónda í Króki leið til samkomulags þ.e. að girða upp gömlu girðinguna sem liggur um hlíðina (sjá kort) og Gunnar eignaðist um leið núverandi afréttargirðingu sem lenti innan þess hólfs. Að öðrum kosti verði hugsanlega höfðað mál til að kanna hvort hefðarréttur sé ekki kominn á afnot af þessu landi.

2.Önnur mál 2014 hjá afréttarnefnd Þverárréttar

1407052

Rætt um nauðsyn þess að fara að huga að viðhaldi á Þverárrétt sem hefur látið mikið á sjá undanfarið.

Farið yfir helstu atriði fjárhagsstöðu með Björgu.

Kristjáni falið að ganga frá leigusamningi við bændur í Kvíum vegna Kvíalands sem uppreksturinn hefur til afnota.

Fundi slitið - kl. 09:00.