Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

36. fundur 19. ágúst 2014 kl. 20:30 - 00:30 að Bakkakoti
Nefndarmenn
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá

1.Upprekstrartími

1410099

Rætt var um upprekstrartíma og samþykkt að upprekstrardagur sé 22. júní ár hvert frá 2014 til og með 2018.

2.Fréttir af fjallskilanefnd Borgarbyggðar

1410100

Kristján flutti fréttir af fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar hvar mest hafði verið rætt um fjártölur og þar hefði verið samþykkt að fá skrifstofu Borgarbyggðar til að safna þeim vegna þess að þær fást ekki hjá MAST.

Á þeim fundi var ákveðið að fara eftir nýrri fjallskilasamþykkt Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Samþykktin er í gildi um leið og sveitarstjórnir samþykkja hana en svo er hún send til ráðuneytis hvar hún er tekin fyrir.

Undanfarin ár hefur þurft að sækja um undanþágur fyrir ýmsum framkvæmdum á leitum á afrétti Þverárréttar en nú eru þær komnar inn í nýju samþykktina.

3.Niðurröðun fjallskila

1410101

Kristján tjáði nefndinni að Tungnamenn hefðu haldið fund og rætt hvernig hægt væri að hagræða í ýmsu. Þar hafði meðal annars komið fram hugmyndir um breytingu á þriðju leið og hægt væri að leggja á bíl kerru í tungnamannaleitir í stað þess að greiða fyrir akstur með öðrum hætti.

Lagðar fram hugmyndir að kostnaði við smölun sem og fjártölur sem fengust innsendar frá bændum.

Fjallskilum er jafnað niður á samtals 10238 ær.

Heildar fjallskilakostnaður er 3.788.060. -kr sem gerir 370 kr. á á. Fjallskilagjöld verða innheimt af skrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. nóvember og eindagi 20. nóvember. Niðurjöfnun samþykkt og send til skrifstofu Borgarbyggðar til fjölföldunar og dreifingar.

Nánari útlistun fjallskila er á útsendum leitaseðlum.

4.Önnur mál tengd réttarhaldi

1410102

Rætt er um að leigja samkomuhúsið við Þverárrétt sem fyrstu rétt til að hafa salernisaðstöðu og hugsanlega veitingasölu og samþykkt að uppreksturinn greiði fyrir leigu á húsinu.

Lauslega var rætt um dilkaskipan í réttinni og Kristjáni falið að fara yfir það mál með réttarstjóra.

Einar Guðmann veltir fyrir sér hvort hægt sé að færa 2. og 3. rétt af mánudegi fram á sunnudag en það gengur ekki vegna lögskipaðra daga samkvæmt fjallskilasamþykkt.

Nefndin þakkar S. Sindra Sigurgeirssyni aðstoð við tölvuvinnslu í þágu upprekstrarins.

Fundi slitið - kl. 00:30.