Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

39. fundur 16. október 2014 kl. 20:00 - 22:00 að Bakkakoti
Nefndarmenn
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Kristján F. Axelsson formaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun

1410109

Eina mál á dagskrá er fjárhagsáætlun fyrir afréttarnefnd Þverárréttar fyrir árið 2015. Nefndin ræddi fjárhag liðins árs, helstu tekju og kostnaðarliði og hvernig þeir komi til með að líta út fyrir komandi ár. Líklegt er talið að einhverjir kostnaðarliðir hækki að einhverju marki og því er gert ráð fyrir að ákveðnir tekjuliðir þurfi að hækka til að mæta þeim kostnaði. Einnig var ákveðið að beiðni Bjargar Gunnarsdóttur að útfæra fjárhagsáætlun nánar en hefur verið gert hingað til og færa alla liði líkt og gert er í uppgjöri nefndarinnar hjá Borgarbyggð. Sjá eftirfarandi töflu.

Tekjur
71-115-0240
Fjallskilagjöld


a.
Lagt á landverð 20kr á hvert þúsund landverðs
1.479.200.-

b.
Lagt á kind 140kr á hverja kind
1.442.000.-
71-115-0241
Fjallskil umfram vinnuframlag (sjá leitaseðil)
650.000.-
71-115-0390
Veiðileiga
700.000.-
71-115-0990
Endurgreitt girðingargjald (Vegagerð, Sveinatunga)
220.000.-
71-115-0990
Endurgreiddur fasteignaskattur til viðhalds girðinga 470.000.-
71-115-0741
Framlag frá aðalsjóði
500.000.-

Samtals
5.461.200.-

Gjöld
71-115-1191
Laun og launatengd gjöld
240.000.-
71-115-2533
Eldsneyti og olíur
40.000.-
71-115-2911
Hreinlætisvörur
10.000.-
71-115-4115
Akstur nefndarmanna
130.000.-
71-115-4711
Brunatrygging fasteigna
25.000.-
71-115-4721
Húseigendatrygging
5000.-
71-115-4921
Póstburðargjöld
15.000.-
71-115-4969
Viðhald girðinga
2.400.000.-
71-115-4491
Lóða og landréttarleiga
271.000.-
71-115-5111
Fasteignagjöld
470.000.-
71-115-8600
Afskriftir
1.000.000.-
71-115-????
Ýmis kostnaður vegna leita og smölunar
650.000.-
71-115-????
Ófyrirséður kostnaður
205.200.-

Samtals
5.461.200.-

Kostnaðaráætlun samþykkt og send til skrifstofu Borgarbyggðar.

2.Önnur mál 2014 hjá afréttarnefnd Þverárréttar

1407052

Rætt um að nauðsynlegt sé að tryggja að beit í nátthaga/hestagirðingu við réttina sé tryggð enda er fyrir hana greitt. Komið hefur fyrir að girðingin hafi verið beitt fyrir réttir og telur nefndin að það sé ekki ásættanlegt.Rædd hugmynd sem upp hefur komið að bjóða bændum að draga í sundur fé sem kemur til Þverárréttar úr Nesmelrétt samdægurs eða morguninn eftir. Það er örugglega framkvæmanlegt ef menn sameinast um að koma því sem útaf stendur niður í hestagirðingu.Kristján segir að haft hafi verið samband við sig frá Borgarbyggð og Höfða í Þverárhlíð vegna smalamennsku á Skarðshömrum og Hafþórsstöðum. Eigendur Skarðshamra hafa tjáð Borgarbyggð að þeir séu búnir að smala og því beri þeim ekki skilda til að smala oftar í haust. Þetta gerir það að verkum að Borgarbyggð beri af því kostnað eða þeir sem telja sig eiga fé þar geti sótt það sjálfir.Nefndin telur ekki rétt að hún skipuleggi og greiði fyrir smalamennsku á einhverjum jörðum frekar en öðrum vegna þess að sanngirni þurfi að ríkja í þessum málum. Kristjáni er því falið að heyra í forsvarsmönnum Hamla sem eiga Hafþórsstaði og einnig ræða við bændur á Höfða um það hvort hægt sé að smala þessar jarðir suður að Höfða um leið og þar er smalað og þá sé nefndin tilbúin að hjálpa til við að finna smala án þess þó að greiða fyrir það.

Fundi slitið - kl. 22:00.