Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

40. fundur 25. nóvember 2014 kl. 09:00 - 09:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá

1.Stofnkostnaður girðinga

1410104

Lagt fram bréf, dagsett 17. nóvember 2014, frá Inga Tryggvasyni lögfræðingi.
Fundarefni er þess efnis að Borgarbyggð hefur borist svar frá Inga Tryggvasyni lögmanni varðandi fyrirspurn afrettarnefndar Þverárréttar varðandi kostnað á afréttargirðingu þeirri sem girt var fyrir landi Gilsbakka.

Björg lagði fram gögn varðandi málið þ.e. tölvupóstsamskipti Eiríks Ólafssonar og Inga Tryggvasonar.

Kristján óskaði eftir skoðunum nefndarmanna á þessu svari Inga.

Málið var rætt allnokkuð og virtist svar Inga við fyrstu sýn á þá lund að það mætti túlka það á báða vegu þ.e. að Borgarbyggð ætti að greiða fyrir hana og þá einnig að bændur ættu að greiða fyrir hana. Flett var upp í girðingarlögunum fyrir nefndarmenn til að þeir gætu rýnt í þau.

Eftir miklar vangaveltur var ákveðin eftirfarandi bókun varðandi málið.
Borgarnesi 25. Nóvember 2014
"Afréttarnefnd Þverárréttar fer fram á að kostnaði við girðingu þá er kennd er við Gilsbakka verði skipt til helminga milli aðalsjóðs Borgarbyggðar og afréttarnefndar Þverárréttar. Samkvæmt girðingarlögum skulu eigendur eða notendur greiða þennan kostnað, en heimilt er að skipta kostnaði öðruvísi, þykir nefndinni þetta ákaflega réttlát skipti."

Fundi slitið - kl. 09:00.