Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

41. fundur 29. apríl 2015 kl. 20:30 - 20:30 Í Bakkakoti
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson ritari
Dagskrá

1.Leigusamningar v. Þverárréttarafréttar

1509045

Kristján ræðir leigusamning um afnot af landi Kvía sem er ekki í höfn. Stendur þar fjárhæðin fyrir dyrum samþykktar. Ákveðið að finna út stærð þeirra spilda sem leigðar eru og athuga hvort hægt sé að miða leiguverð við það. Þuriður sett í það mál.
Nefndin leggur til eftirfarandi bókun.
Upprekstrarnefnd Þverárréttar leggur til að uppsögn á samningi um Síðumúlaselland sé dregin til baka vega þess að lausn er fundin á málinu.

2.Girðingar - Þverárréttarafréttur

1509046

Varðandi viðhald á girðingum er Kristjáni falið að ræða við Traktorsverk um viðhald frá Hellisá suður á enda auk endurbóta á girðingu fyrir Háafellslandi. Einnig er Kristjáni falið að safna liði til að ljúka viðhaldi frá Hellisá norður fyrir Snjófjöll.
Vegagerðin mun girða frá Fornahvammi fram í Heiðarsporð ca. 7 km girðingu norðan vegar í sumar. Ekki verða undirgöng en hugsanlegt er að hafa áhrif á girðingarstæði g staðsetningu hliða.
Búið er að stofna þriggja manna nefnd sem á að ákveða girðingarstæði fyrir Krókslandi. Þegar nefndin hefur skilað áliti verður girt.

3.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.

1310090

Rætt um nauðsyn þess að sinna viðhaldi á Þverárrétt því hún yngist ekki.
Kristjáni falið að ræða við Finnboga Leifsson um að sækja um númer til að setja í ómerkinga svo fyrir þá fáist greitt.
Enn og aftur rætt um það hversu há og óréttlát fasteignagjöld eru og nauðsyn þess að fá þau leiðrétt.

Fundi slitið - kl. 20:30.