Afréttarnefnd Þverárréttar
Dagskrá
1.Fréttir af fjallskilanefnd Borgarbyggðar
1410100
Kristján fjallaði um helstu málefni sem voru rædd á síðasta fundi nefndarinnar. Þau má lesa um í fundargerð 20. fundar fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 30. júlí 2015.
2.Erindi v. aðstöðu í Sveinatungu
1508028
Kristján lagði fram beiðni frá fjallskilanefnd suðurdala sem borist hefur Borgarbyggð og óskað var álits nefndarinnar á því. Í erindi því er þakkað fyrir þá góðu aðstöu sem komið var upp á Sanddal á síðasta hausti og óskað eftir að viðlíka aðstöðu verði komið upp í Sveinatungu. Nefndin ræddi málið og bókar eftirfarandi.
Varðandi erindi fjallskilanefndar Suðurdala.
Afréttarnefnd Þverárréttar telur það ekki í sínu valdi að heimila byggingu aðhalds í einkalandi. Telur hún því rétt að fjallskilanefnd Suðurdala setji sig í samband við eigendur Sveinatungu varðandi þetta mál.
Varðandi erindi fjallskilanefndar Suðurdala.
Afréttarnefnd Þverárréttar telur það ekki í sínu valdi að heimila byggingu aðhalds í einkalandi. Telur hún því rétt að fjallskilanefnd Suðurdala setji sig í samband við eigendur Sveinatungu varðandi þetta mál.
3.Erindi Guðrúnar Sigurjónsdóttur á Glitstöðum
1509047
Erindið fjallar um smölun heimalanda á Þverárhlíðarhálsi og óskar hún eftir því að afréttarnefndin hlutist til um smalamennskur þar. Málið rætt og ýmsu velt upp í því sambandi eins og nauðsyn þess að heimalönd séu smöluð á réttum tíma og þannig að gagn sé af. Niðurstaða nefndarinnar er eftirfarandi.
Varðandi erindi Guðrúnar á Glitstöðum vísar nefndin því til heimamanna að vinna að lausn á málinu. Afréttarnefndin getur hugsanlega aðstoðað við skipulag og framkvæmd en frábiður sér þátttöku í kostnaði.
Varðandi erindi Guðrúnar á Glitstöðum vísar nefndin því til heimamanna að vinna að lausn á málinu. Afréttarnefndin getur hugsanlega aðstoðað við skipulag og framkvæmd en frábiður sér þátttöku í kostnaði.
4.Niðurröðun fjallskila
1509048
Líkt og árið 2014 hafa engar tölur borist frá MAST en bændur hafa svarað kallinu og sent inn tölur um fjáreign sína.
Nefndin ræðir hvernig til tókst með breytingar síðasta árs og ákveðið er að fjölga aftur í þriðju leit tungnamann úr 2 í 6 menn. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að fastsetja framkvæmd þriðju leitar og verður hún laugardaginn 26. September. Þá er einnig talið nauðsynlegt af þeim sem best til þekkja að fjölga í þriðju leit Hvítsíðinga úr 8 í 9 manns og verður nefndin við því.
Davíð Aðalsteinsson sem verið hefur réttarstjóri hefur sagt sig frá starfinu og hefur verið rætt við Grétar Þ. Reynisson á Höll um að taka það að sér og hefur hann orðið við þeirri bón.
Fjallskilum er jafnað niður á samtals 10074ær.
Heildar fjallskilakostnaður er 3.828.120.-kr sem gerir 380 kr á á. Fjallskilagjöld verða innheimt af skrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. Nóvember og eindagi 20. Nóvember. Niðurröðun samþykkt og send til skrifstofu Borgarbyggðar til fjölföldunar og dreifingar.
Nánari útlistun fjallskila er á útsendum leitaseðlum.
Nefndin ræðir hvernig til tókst með breytingar síðasta árs og ákveðið er að fjölga aftur í þriðju leit tungnamann úr 2 í 6 menn. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að fastsetja framkvæmd þriðju leitar og verður hún laugardaginn 26. September. Þá er einnig talið nauðsynlegt af þeim sem best til þekkja að fjölga í þriðju leit Hvítsíðinga úr 8 í 9 manns og verður nefndin við því.
Davíð Aðalsteinsson sem verið hefur réttarstjóri hefur sagt sig frá starfinu og hefur verið rætt við Grétar Þ. Reynisson á Höll um að taka það að sér og hefur hann orðið við þeirri bón.
Fjallskilum er jafnað niður á samtals 10074ær.
Heildar fjallskilakostnaður er 3.828.120.-kr sem gerir 380 kr á á. Fjallskilagjöld verða innheimt af skrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. Nóvember og eindagi 20. Nóvember. Niðurröðun samþykkt og send til skrifstofu Borgarbyggðar til fjölföldunar og dreifingar.
Nánari útlistun fjallskila er á útsendum leitaseðlum.
5.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
1310090
Afréttarnefndin leggur til að Borgarbyggð innheimti óunnin skil vegna ársins 2014.
Nefndin þakkar S. Sindra Sigurgeirssyni bónda í Bakkakoti aðstoð við tölvuvinnslu í þágu upprekstrarins.
Nefndin þakkar S. Sindra Sigurgeirssyni bónda í Bakkakoti aðstoð við tölvuvinnslu í þágu upprekstrarins.
Fundi slitið - kl. 20:00.