Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

44. fundur 22. ágúst 2016 kl. 20:00 í Bakkakoti
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá

1.Fréttir af fjallskilanefnd Borgarbyggðar

1410100

Kristján setti fund og fór í framhaldinu yfir fundargerð fjallskilanefndar borgarbyggðar og þar sérstaklega yfir málefni Lunddælinga varðandi flýtingu rétta í haust.
Ákveðið var að safna fjártölum og hverri afréttarnefnd falið að verðleggja dagsverk út frá eigin höfði.

2.Álagning fjallskila 2016

1611366

Rætt var um að leggja þriðju leit á aftur líkt og hún var áður. Enn og aftur ber á góma ágangsfé sem er ekki á afrétti. Raunar er bændum ekki skylt að fara með fé í afrétt en engu að síður eiga þeir þá að hafa það í afgirtu landi.
Eftir léttar umræður er afráðið að leggja þriðju leit á aftur eins og var en þó einungis 6 menn til Þverhlíðinga og 6 til Tungnamanna.
Nú er ráðist í niðurröðun fjallskila.
Fjallskilum er jafnað niður á 9979 kindur og fjallskilakostnaður alls er 3,921,747 krónur og því er kostnaður á kind 393 krónur.
Lokið var við niðurjöfnun hún stemmd af og gerð klár til dreifingar fyrir Borgarbyggð.
Nánari útlistun fjallskila má sjá á útsendum fjallskilaseðlum.
Fjallskilagjöld verða innheimt af Borgarbyggð með gjalddaga 1. Nóvember og eindaga 20. Nóvember.

3.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.

1310090

Lítillega rætt um skipan dilka og hvort ekki megi eitthvað hliðra til svo allir hafi gott pláss. Eins rætt um nauðsyn þess að huga að viðhaldi á Þvárrétt.

Fundi slitið.