Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

46. fundur 29. nóvember 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá

1.Krókur - afréttarmál

1509059

Farið í bréf frá Ragnari Aðalssteinssyni vegna samskipta Borgarbyggðar og eiganda Króks varðandi girðingar og þátttöku í kostnaði. Sveitarstjóri Gunnlaugur Júlíusson kíkti við til að upplýsa um málið. Hann hafði rætt við Borgar Pál sem var í nefnd þeirri sem gekk girðingarstæði. Þeir gengu bara girðanlegt svæði ekki endilega á merkjum. Síðan er einnig spurning um að aðstæður t.d.rekstur fjár af heiðinni o.fl.
Lítið hefur gerst í haust og ekki er búið að dæma í málinu. Málið reifað og þær aðstæður sem upp kunna að koma. Gunnlaugi þakkað fyrir og hann hvarf til annarra starfa.

2.Fjárhagsáætlun 2017

1611371

Farið yfir helstu tölur. Í augnablikinu er fjárhagur í góðum málum. Búið er að leiðrétta fasteignagjöld og af þeim sökum réttist reksturinn af. Í dag er reksturinn u.þ.b. 1 milljón í plús en nokkrir reikningar eru ókomnir.
Farið yfir kostnað vegna lána sem tekin voru vegna Snjófjalla og Gilsbakkagirðingar. Snjófjallalánið á að klárast á þessu ári. Mun því sá kostnaður lækka um u.þ.b. 500 þúsund næsta ár. Fjárhagsáætlun frágengin með nokkrum spurningarmerkjum sem Eiríkur þarf að koma á hreint. Útlit fyrir milljón í mínus.

3.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.

1310090

Menn hafa haft samband og vilja að upphæð fjallskila og girðingagjalds verði sundurliðuð.

Smölun eyðijarða.
Þetta málefni er komið í óefni og gengur ekki lengur að hægt sé að sækja fé í sveitarsjóð til að smala fyrir bændur sem ekki standa við skyldur sínar.
Á þessu þarf að finna lausn sem er góð fyrir alla, bæði jarðeigendur og sauðfjárbændur.

Hrafnhildi þökkuð góð störf.

Fundi slitið - kl. 11:00.