Afréttarnefnd Þverárréttar
Dagskrá
1.Króksland í Norðurárdal - girðingar
1407013
Gunnlaugur sveitarstjóri kemur á fundinn til að skýra málið. Lítið gerst undanfarið vegna veikinda lögmanns.
2.Afréttarnefnd Þverárréttar Viðhald girðinga 2017
1703155
Það þarf að gera við og spurning um að fá verktaka í þetta. Hugmynd að ræða við Einar Ólafsson um viðhald frá Gilsbakka að Hellisá. Snjófjallagirðing líkt og venjulega.
3.Afréttarnefnd Þverárrétt- Leitatími haust 2017
1703156
Gunnlaugur var inntur eftir því hvernig afstaða sveitarfélagsins er gagnvart flýtingu leita. Hollt að halda fund og taka svo ákvörðun um flýtingu. Ekki nauðsynlegt að ríki almenn samstaða, en vera þarf meirihluti.
Afréttarnefndin hefur ákveðið að halda fund í félaginu um leið og fyrir liggur hvernig sláturleyfishafar nálgast slátrun og verðlagningu haustsins.
Afréttarnefndin hefur ákveðið að halda fund í félaginu um leið og fyrir liggur hvernig sláturleyfishafar nálgast slátrun og verðlagningu haustsins.
Gunnlaugur vék af fundi kl. 10:00
4.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
1310090
Framlagður ógreiddur reikningur vegna smölunar í Sveinatungu.
Málið reifað og ákveðið að vinna að farsælli lausn málsins.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Fjallskilanefnd Upprekstrarfélags Þverárréttar fer fram á að eigandi Króks virði nauðsyn þess að hægt sé að reka fé úr afrétti til réttar meðfram girðingu þeirri sem fyrirhugað er að girða á merkjum Króks og afréttar. Verði gangurinn milli Hellisgils og girðingar of mjór mun verða ómögulegt að reka safnið þar og sá hluti þess sem rekst þar mun renna stjórnlaust til fjalls á ný hversu góðir sem smalar eru.