Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

48. fundur 08. ágúst 2017 kl. 15:00 - 18:00 í Bakkakoti
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá
Kristján setti fund og bauð nefndarmenn velkomna.

1.Dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna álagningar fjallskilagjalds

1708026

Kristján fór yfir helstu atriði málsins. Upprunalegur samningur milli Sólheimatungu og Stafholts finnst ekki og því fór sem fór. Af þeim sökum og eftir þennan dóm má ekki sjást að metið sé landverð við álögur fjallskila á þeim afrétti.
Í Þverárréttarupprekstri hefur verið innheimt girðingagjals og viðhald réttar 50% af landverði og 50% af fjallskilaskyldu fé en öll smölun er innheimt af fjallskilaskyldu fé.
Ákveðið að halda í þessa gömlu skiptingu hér til að gæta sanngirni í gjaldtöku vegna viðhalds.

2.Smölun heimalanda

1712065

Jarðeigendur verða minntir á smölunarskyldu sína samkvæmt 12. gr fjallskilareglugerðar Borgarbyggðar.

3.Verðgildi dagsverka

1712066

Ákveðið að hækka það ekki milli ára.

4.Salerni og veitingar í réttum

1712067

Ákveðið að leigja samkomuhúsið við Þverárrétt og Þuríði falið að leita eftir aðila til að sjá um veitingasölu og eftirlit í húsinu á meðan réttinni stendur.

5.Girðingaumræða

1712068

Bóndinn í Króki er búinn að girða frá Hellisá og upp að kletti og loka þar með fyrir rennsli safns Tungnamanna. Ákveðið að ræða við hann um að fá að stækka hlið til að koma fénu í gegn og loka svo aftur.

6.Niðurröðun fjallskila 2017

1712069

Líkt og undanfarin ár bændur svarað kallinu og sent inn tölur um fjáreign sína.
Fjallskilum er jafnað niður á samtals 10063ær.
Heildar fjallskilakostnaður er 3.974.885.-kr sem gerir 395 kr á á. Fjallskilagjöld verða innheimt af skrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. Nóvember og eindagi 20. Nóvember. Niðurröðun samþykkt og send til skrifstofu Borgarbyggðar til fjölföldunar og dreifingar.
Nánari útlistun fjallskila er á útsendum leitaseðlum.

7.Önnur mál

1712070

Nefndin þakkar S. Sindra Sigurgeirssyni bónda í Bakkakoti aðstoð við tölvuvinnslu í þágu upprekstrarins.

Fundi slitið - kl. 18:00.