Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

49. fundur 24. október 2017 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
  • Einar G. Örnólfsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá
Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbyggð sat einnig fundinn.
Kristján setti fund og bauð alla velkomna.

1.Kostnaður og innheimta

1712071

Rætt um fyrirkomulag og ákveðið að halda þeirri prósentu í viðhaldi 50% landverð og 50% fjallskilaskyld fjártala.
Farið fram á að Borgarbyggð setji gjaldaliði greinilega fram á reikningi þ.e.
1.
Landverð
2.
Matur (þar sem það á við)
3.
Fjallskil
Reiknað landverð 78.654.000.- * 2% = 1.573.080.- kr til innheimtu.
50% landverð =786.540.- kr
50% fjártala = 786.540.- kr

2.Akstursdagbók og fundir nefndarinnar

1712072

Einari Guðmanni falið að ganga frá því fyrir lok árs.

3.Fjárhagsáætlun 2018

1712073

Litið lauslega yfir þá liði sem eru komnir á hreint og rætt um að ýta á eftir þeim sem eiga eftir að skila inn reikningum sem og Borgarbyggð að ljúka því sem henni ber í þessum efnum.
Óskað eftir því að Hrafnhildur sendi nefndarmönnum uppkast í tölvupósti til yfirferðar og athugasemda.

Fundi slitið - kl. 10:30.