Afréttarnefnd Þverárréttar
Dagskrá
1.Verkaskipting nefndar
1808097
2.Girðingamál
1808098
Í ljós hefur komið að aldur setur mark sitt á girðingar. Nauðsynlegt er orðið að girða upp girðingu milli afréttarins og bæjanna Örnólfsdals og Kvía. Þ.e. frá Litlu Þverá yfir að Örnólfsdalsá. Gera þarf kostnaðaráætlun og huga að fjármögnun.
3.Arðgreiðslur
1808099
Kristján viðrar hugmyndir sem upp hafa komið um nýjar útfærslur á arðgreiðslum sem upprekstrarfélög fá. Hugmyndir eru uppi um hvort það eigi að greiða þær til þeirra er upprekstur eiga. Þetta er mál sem þarf nánari útfærslu og mun frekari umræðu áður en ákvörðun er tekin.
4.Fjallskil
1808100
Komið hafa upp hugmyndir um að breyta einum vökumanni í Þverárrétt í eftirlitsmann í safngirðingu á réttardaginn til að sporna við hugsanlegum troðningi og tjóni af völdum hans. Þetta er mjög góð hugmynd og ákveðið að gera þetta.
Fram kom hugmynd um að hækka daggjaldið úr 8000 í 10000 til frekara samræmis við aðra í sveitarfélaginu. Það samþykkt.
Í framhaldi af breytingu daggjalds þá breytist gjald á allri annarri vinnu við fjallskil þar sem þetta er allt reiknað með einhverjum margföldunarstuðlum af daggjaldi.
Fram kom hugmynd um að hækka daggjaldið úr 8000 í 10000 til frekara samræmis við aðra í sveitarfélaginu. Það samþykkt.
Í framhaldi af breytingu daggjalds þá breytist gjald á allri annarri vinnu við fjallskil þar sem þetta er allt reiknað með einhverjum margföldunarstuðlum af daggjaldi.
5.Álagning fjallskila 2018
1808101
Borist hafa tölur frá öllum fjáreigendum á svæðinu. Á upprekstrarsvæðinu eru fjallskilaskyldar ær 9549.
Heildarfjallskilakostnaður er 4.774.500.-kr sem gerir 500.-kr á hverja kind.
Niðurjöfnun lokið, hún yfirfarin og send Borgarbyggð til dreifingar.
Fjallskilagjöld verða innheimt af Borgarbyggð með gjalddaga 1.nóvember 2018 og eindaga 20.nóvember 2018.
Heildarfjallskilakostnaður er 4.774.500.-kr sem gerir 500.-kr á hverja kind.
Niðurjöfnun lokið, hún yfirfarin og send Borgarbyggð til dreifingar.
Fjallskilagjöld verða innheimt af Borgarbyggð með gjalddaga 1.nóvember 2018 og eindaga 20.nóvember 2018.
6.Önnur mál
1808102
Rætt um nauðsyn þess að girða upp girðingu milli afréttar og Haukagils vegna bágs ástands hennar.
Eins er nefndarmönnum orðið mjög hugleikinn nauðsyn þess að huga að endurnýjun Þverárréttar.
Eins er nefndarmönnum orðið mjög hugleikinn nauðsyn þess að huga að endurnýjun Þverárréttar.
Fundi slitið - kl. 22:30.
Þetta er fyrsti fundur þessarar nefndar á nýju kjörtímabili svo fyrst var skipt með sér verkum.
Kristján, formaður
Þuríður, varaformaður
Einar Guðmann, ritari
Egill, meðstjórnandi
Allir nefndarmenn una glaðir við sitt og þá er það ákveðið.