Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

53. fundur 19. nóvember 2018 kl. 09:00 - 10:35 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Einar Guðmann Örnólfsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá
Auk þess sat Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði fundinn.

Kristján setti fund og bauð alla velkomna.

1.Fjárhagsáætlun afréttarnefndar Þverárréttar 2019

1811131

Farið yfir fjárhagsáætlun lið fyrir lið og áætlaðar breytingar á einhverjum liðum vegna hugsanlegra hækkana og fenginnar reynslu.
Rætt um að Borgarbyggð þurfi að fjármagna nýgirðingu upp á ca. 4 km.
Fjárhagsáætlun samþykkt.

2.Fjallgirðing yfir Kvíafjall - Endurnýjun

1811127

Enn er rætt um ónýtan kafla fjallgirðingar og nauðsyn þess að laga hann. Nefndin leggur fram eftirfarandi.
Nauðsynlegt er að endurnýja girðingu á Kvíafjalli og Örnólfsdalssandi, alls 4,5 km kafla. Girðingin á þessum kafla er að stórum hluta alónýt og af þeim sökum ekki fjárheld. Afréttarnefndin óskar eftir aðkomu sveitarsjóðs við fjármögnun verksins svo unnt sé að ráðast í það á vordögum 2019.

3.Leiga á landi Fornahvamms

1811132

Rætt um nauðsyn þess að gera formlegan leigusamning um land Fornahvamms.
Nefndin telur rétt að ganga til þessara samninga sem fyrst svo þetta komist á hreint og verði naglfast.
Kristjáni falið að ganga í málið.

4.Ókomnir reikningar

1811133

Ljóst er að enn eru ókomnir reikningar vegna ársins 2018.
Nefndin ætlar að minna menn á að rukka sem fyrst.

5.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar

1811134

Lauslega rætt um hvernig staðan sé vegna erindis sem sent var byggðaráði vegna ósmalaðra jarða. Ljóst er að því máli er ekki lokið og beðið er viðbragða Byggðaráðs og sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:35.