Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

52. fundur 23. október 2018 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Einar Guðmann Örnólfsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá
Auk þess sat fundinn Hrafnhildur Tryggvadóttir.

Kristján setti fund og bauð alla velkomna.

1.Reikningar

1811135

Reikningar liðins árs yfirfarnir og lögð lokadrög að þeim. Ljóst er að einhverjir reikningar eiga eftir að skila sér.
Þörf er á að athuga landverð nokkurra aðila sem eiga upprekstur á afréttinn og Hrafnhildi falið verkið.
Áætlaður kostnaður landverðs 3 milljónir.
Samþykkt að ganga frá þessu og Hrafnhildur sendi reikninga til yfirferðar.
Kristján kynnti þá hugmynd að arðgreiðslur af Norðurá skiptist milli jarðeigenda eftir landverði og geti þá nýst öllum jarðeigendum upp í t.d. girðingagjald. Þetta mætti jafnvel útfæra á þann hátt að þeir sem ekki vilja taka þátt í þeim kostnaði segi sig jafnframt frá arðinum.

2.Girðingamál

1811136

Í ljós hefur komið að aldur setur mark sitt á girðingar. Nauðsynlegt er orðið að girða upp girðingu milli afréttarins og bæjanna Örnólfsdals og Kvía. Á ca 4. Km kafla á milli Litlu Þverár yfir á Örnólfsdalssand.

3.Ósmalaðar jarðir 2018

1810127

Rætt um það ástand sem ríkir hálsinum milli Norðurárdals og Þverárhlíðar. Ákveðið að senda inn eftirfarandi erindi til byggðaráðs varðandi efnið.
Afréttarnefnd Þverárréttaruppreksturs vekur athygli á að landeigendur Skarðshamra, Hafþórsstaða, Hamars, Höfða og Grjóts hafa ekki sinnt skyldu sinni að smala til skilaréttar haustið 2018 eins og fram kemur á fjallskilaseðli. Það er ekki hlutverk afréttarnefndar að sinna smölun heimalanda.

Nefndin skorar á byggðaráð að hlutast til um að jarðirnar verði smalaðar sem fyrst, með öllum tiltækum ráðum sbr. 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl., til að lágmarka hættu á að féð lendi í hagleysu og vosbúð.

4.Grisjun skógar

1811138

Rætt um nauðsyn þess að greiða leið safnsins í gegnum skóg í landi Örnólfsdals þ.e. grisja hann hvar hann hefur lokað gamalli fjárgötu og rekstrarleið. Samþykkt að fela Agli í Örnólfsdal og Þuríði að útfæra það og framkvæma.

5.Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar

1811134

Rætt um hvort ekki sé rétt að hækka gjald á dráttarvél í leitum Þverhlíðinga, vegna þess álags sem óvegur sá er þeir aka veldur á vélar.

Fundi slitið - kl. 10:30.