Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

54. fundur 24. apríl 2019 kl. 09:00 - 10:15 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Kristján F. Axelsson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Einar Guðmann Örnólfsson aðalmaður
  • Egill J. Kristinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
Dagskrá
Kristján F. Axelsson setti fund og bauð alla velkomna.

1.Leiga á landi Fornahvamms

1811132

Velt fyrir sér að taka á leigu og gera samning um það. Ingi segir frá hugmyndum Vegagerðarinnar varðandi leigusamning; eitt ár í senn með 3ja mánaða uppsagnarfresti á báða bóga.
Málið reifað frá ýmsum hliðum og ákveðið að ganga frá samningi.

2.Girðingamál

1808098

Búið að ræða við Inga B. Reynisson og Grétar Reynisson að sjá um að ganga í viðhald norður fyrir fjöll. Vegagerðin sér um rafmagnsgirðinguna. Kristján Axelsson o.fl. sjá um Hellistungur og fleiri girðingar.
Baldur mun fara í Kvíafjallsgirðingu fljótlega í vor og áætlað að ljúka því sem fyrst.

3.Gagnstefna v. afréttarland Króks

1710085

Búið er að áfrýja dómi Héraðsdóms til Landsréttar. Ákveðið að viðhalda gömlu girðingunni með Norðurá og fyrir Krókslandi líkt og vanalega og láta girðingu sem landeigandi Króks girti, halda sér óbreyttri þar til málið hefur gengið sinn veg.

4.Þverárrétt viðhald

1904130

Nauðsynlegt að fara að skoða útfærslu og fá hugmyndir um kostnað.
Rætt um að mæla helstu stærðir og fá hugmyndir um verð t.d. hjá Loftorku til að vita út í hvað er farið.

5.Önnur mál

1808102

Rætt um að ganga í að hreinsa hríslur úr Örnólfsdalsskógi svo Sigur-garðar geti lokið grisjun.

Fundi slitið - kl. 10:15.