Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

15. fundur 06. maí 2002 kl. 21:00 - 21:00 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 15 Dags : 06.05.2002
Upprekstrarfélagið boðaði til fundar með bæjarstjórn Borgarbyggðar, hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps, Gróðurverndarnefnd Mýrasýslu, þjónustufulltrúa Borgarbyggðar, formanni landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar, einnig sátu fundinn Jóhann Oddsson og Sindri Sigurgeirsson.
Fundurinn var haldinn í Samkomuhúsinu við Þverárrétt 6. maí 2002 og hófst hann kl. 21.oo
 
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Kristján Axelsson
Þórir Finnsson
Ragnheiður Ásmundardóttir
 
Frá bæjarstjórn Borgarbyggðar: Finnbogi Leifsson
Helga Halldórsdóttir
Guðrún Fjeldsted
Örn Einarsson
Kolfinna Jóhannesdóttir
Stefán Kalmansson, bæjarstjóri
Sigurjón Jóhannsson, dreifbýlisfulltrúi
Frá hreppsnefnd Hvítársíðu: Ólafur Guðmundsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Frá Gróðurverndarnefnd Mýrasýslu: Birgir Hauksson
Þorbjörn Oddsson
Kolfinna Jóhannesdóttir
Frá landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar: Vilhjálmur Diðriksson
Formaður upprekstrarfélagsins Kristján Axelsson setti fundinn og stakk upp á Sigurjóni Jóhannssyni sem fundarstjóra og Þóri Finnssyni sem fundarritara.
Voru þeir samþykktir.
Fyrst var tekið fyrir ákvæði um upprekstrartíma. Kristján hóf umræðuna og skýrði sín sjónarmið í sambandi við upprekstrartíma.
Allir fundarmenn tóku til máls um þetta ákvæði. Skoðanir voru nokkuð skiptar, einkum hvort fella ætti niður dagsetningu um hvenær mætti í fyrsta lagi fara með fé í afrétt, en vildu að stjórn upprekstrarfélagsins yrði einfær með þá ákvörðun.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt:
"Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Borgarbyggðar, Hvítársíðu, stjórnar upprekstrarfélags Þverárréttar og Gróðurverndarnefndar Mýrasýslu haldinn í Samkomuhúsinu við Þverárrétt 6. maí 2002 leggur til að heimilt verði að færa til bókaðan upprekstrartíma sem er 25. júní, þegar árferði gefur tilefni til."
 
Næsta mál sem tekið var fyrir var mat á afréttarlandi gagnvart gæðastjórnun, sem Sindri Sigurgeirsson tók að sér að kynna með aðstoð myndvarpa.
Nokkrar umræður urðu og fyrirspurnir um gæðastýringuna, sem Sindri leysti úr, en um ágæti gæðastýringar eru mjög deildar meiningar eins og alþjóð veit.
Önnur mál.
Kristján kynnti ársreikning upprekstrarfélags Þverárréttar fyrir árið 2001
Tekjuliður hljóðaði upp á 1.887.804 kr. en gjaldaliður upp á 1.726.383 kr. og var því hagnaður 161.421 kr. og hrein eign samtals 13.020.311 kr.
Kristján ræddi ástand fjallgirðingar sem upprekstrarfélagið hefur alfarið séð um viðhald á, þegar frá er talið viðhald fjallgirðingar sem liggur að heimalöndum Hvítársíðu, en þar hafa jarðeigendur tekið þátt í viðhaldskostnaðinum.
Girðingin er víða léleg og þarfnast endurnýjunar einkum í Hvítársíðu, en þar er þörfin brýnust.
Guðrún Fjeldsted kvaddi sér hljóðs og vildi að Þverárrétt yrði máluð áður en langur tími liði. Vilhjálmur Diðriksson upplýsti að Málningarverksmiðjan Harpa gæfi málninguna ef sótt væri um fyrir 5. apríl.
Fundurinn ákvað að fela Vilhjálmi sem formanni landbúnaðarnefndar, að sækja um styrk til verkefnisins þrátt fyrir ofangreinda dagsetningu.

Fleira ekki tekið fyrir
og fundi slitið kl. 23.45
Þórir Finnsson
fundarritari.